Í lok vikunnar verður rómantíska gamanmyndin Bros, sem við gætum kannski þýtt sem ?fellar.? frumsýnd. Myndin þykir nýstárleg vegna þess að hinar ástföngnu aðalpersónur eru ekki karl og kona, gagnkynhneigt par, heldur hommar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík mynd er framleidd fyrir meginstrauminn af stóru Hollywood-kvikmyndafyrirtæki. Myndin hefur fengið nokkuð góða dóma en aðsóknin hefur hins vegar frekar dræm í Bandaríkjunum. Felix Bergsson var hins vegar einn af þeim sem mættu á myndina.
Brauðhleifur beint frá miðjarðarhafi. Þannig var maturinn sem borinn var á borð meðal annars auglýstur þegar veitingastaðurinn Pítan, var opnaður á vetrarmánuðum 1982. Steinunn Sigþrúðar-Jónsdóttir rekur sögu Pítunnar, sem er í seinni tíð kennd við Skipholt. Innslagið var fyrst flutt í Lestinni 16. maí fyrr á árinu.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, pistlahöfundur, veltir fyrir sér hugmyndafræði pönkkynslóðarinnar, sem virðast vera einu eftirlifandi virku notendur samfélagsmiðilsins Facebook.