Við pælum í tveimur nýjum bíómyndum sem fjalla um djass og blústónlist og ólíkan hátt. Kristjana Stefánsdóttir, söngkona, kemur og spjallar um spunalist og bláar nótur, Pixar-myndina Soul og Ma Rainey's Black Bottom. Í gær áttu sér stað söguleg mótmæli þar sem æstur múgur ruddi sér leið inn í þinghúsið í Washington með blóðugum afleiðingum. Múgurinn samanstóð af stuðningsmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sumir mættu vissulega vígbúnir en samt eru svo margar fréttamyndir af atburðinum eitthvað svo... asnalegar. Við skoðum klæðaburð og merkjasendingar uppreisnarmannanna í Washington, og þá sérstaklega Q-Anon shamanin Justin Angeli. Á gamlársdag var tilkynnt að rappskúrkurinn MF DOOM væri allur, en hann ku hafa andast 31. október aðeins 49 ára að aldri. MF DOOM hafði um langa hríð verið einn virtasti neðanjarðarrappari samtímans en margt í sögu hans er sveipað dulúð, þar með talið dauðdaginn. Davíð Roach Gunnarsson segir okkur frá lygilegum ferli rapparans og hvað gerir rímur hans svo góðar.