Óli Valur Pétursson meistaranemi í fjölmiðla- og boðskiptafræði við Háskólann á Akureyri skilaði lokaritgerð sinni á dögunum: viðtalsrannsókn um upplifun rappara ? og þá sérstaklega kvenkyns rappara - á fjölmiðlaumfjöllun. Hann deilir með okkur nokkrum af sínum megin niðurstöðum og sögunum sem hann fékk að heyra við gerð rannsóknarinnar.
Hvernig stöndum við með undirokuðum og minnihlutahópum, hvernig sýnum við samstöðu og hvernig erum við bandamenn hópa í réttindabaráttu? Chanel Björk Sturludóttir ræðir um samstöðu og bandamenn við Hjalta Vigfússon og Miriam Petru Awad.
Á sunnudag lauk heimildaþáttaröðinni Ísland Bíóland eftir Ásgrim Sverrisson, sem má vafalaust segja að sé brautryðjendaverk, 10 þátta röð um sögu íslenskra kvikmynda. Það hefur verið halfgerð kvikmyndaveisla á RÚV undanfarna mánuði þar sem fjöldi íslenskra mynda hafa verið sýnda og gerðar aðgengilegar í spilara RÚV. Við í lestinni höfum tekið þátt með því að ræða við Ásgrím um þær myndir, þá íslensku bíóklassík, sem hefur verið sýnd á eftir þættinum hvert sunnudagskvöld og nú ræðum við um kvikmyndina Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson.