Poppstjarnan Prettyboitjokko sendi frá sér smáskífuna PBT á dögunum og á fjögur efstu lögin á íslenska topp-listanum á Spotify. Hver er þessi fáklædda, tanaða poppstjarna sem hefur náð miklum vinsældum á skömmum tíma?
Á fyrri hluta síðustu aldar gerðu sósíalistar meðvitaða tilraun að skapa nýja heimsbókmenntahefð, nýja kanónu, fjarri evrópsku höfuðborgunum - þar sem hin borgaralega skáldsagnahefð átti sitt heimili. Þessar rauðu heimsbókmenntir, asískar, afrískar, suðuramerískar og íslenskar, verða til umfjöllunar á alþjóðlegu málþingi í Háskóla Íslands síðar í vikunni. Benedikt Hjartarson og Anna Björk Einarsdóttir segja frá.
Við kíkjum á æfingu hjá Jófríði Ákadóttur og Joshua Wilkinson, sem eru að hefja tónleikaferð um Evrópu, til að fylgja eftir þriðju breiðskífu JFDR, Museum, sem kom út í lok apríl.