Fyrr í vikunni tilkynnti tæknirisinn Facebook að hann stefndi á útgáfu sinnar eigin rafmyntar á næsta ári. Libra nefnist þetta sýndarfé sem stofnandi Facebook Mark Zuckerberg segir að muni að valdefla almenning um allan heim. Um leið hafa komið fram háværar gagnrýnisraddir sem vara við þessar tilraun Facebook. Við ræðum við Gísla Kristjánsson, einn stofnanda rafeyrisfyrirtækisins Monerium, um sýndarfé og Libra.
Í gær komst fjallakrot í fréttir þar sem óprúttnir aðilar hafa krassað nöfn sín í Helgafell. Þykja þeir hafa unnið mikil umhverfisspjöll en verst þykir sumum að í kringum nöfnin má einnig finna fallíska fjöld typpamynda. Reðurtáknin eru víða og í Reykjavík er auðvitað heilt safn tileinkað typpum. En afhverju finnur fólk þessa þörf á að teikna þau? Lestin gáir til reðurs í dag.
Davíð Roach Gunnarsson segir frá tónleikum Bonobo og Kiasmos sem fóru fram í Iðnó á dögunum.
Áslaug Torfadóttir rýnir í sjónvarpsþættina Chernobyl, sem eru byggðir á frásögnum frá kjarnorkuslysinu í Tjernobyl í Úkraínu árið 1986.
Umsjón: KG og AMC