Í síðustu viku fór hin árlega hljómsveitakeppni Músíktilraunir fram eftir að hafa fallið niður í fyrra. Úrslitakvöldið fór fram í Hörpu á laugadag og þá kepptu 12 hljómsveitir og listamenn um sigurinn. Hljómsveitin Grafnár lenti í þriðja sæti, Eilíf sjálfsfróun var í öðru sæti en sigurvegarinn var kvintettinn Ólafur Kram. Þau stíga um borð í Lestina undir lok þáttar og segja okkur hvernig tilfinning það er að vinna Músíktilraunir.
Pétur Guðmannsson réttarlæknir hefur á síðustu árum orðið var við mikinn áhuga á störfum sínum, ekki síst frá rithöfundum sem vilja vera vissir um að lýsingar þeirra á morðrannsóknum standist skoðun. Því ákvað Pétur að halda námskeið í haust, í réttarlæknisfræði fyrir rithöfunda.
Og við fáum pistil númer tvö frá Xinyu Zhang (Sinn-juu Djang) bókmenntafræðing og þýðanda í pistlaröð sem hefur yfirskriftina Formsatriði. Að þessu sinni talar hann um veggi og gagnsemi þess að tala við veggi.