Að vefja kaðla og reipi er handverk sem hefur fylgt mannkyninu í gegnnum aldirnar. Í hafnarhúsinu á laugardag opna þrír hönnuðir sýningu sem byggir á rannsóknum þeirra á handverki kaðlagerðar og táknrænni vídd reipisins í norrænni samtímamenningu, frá íslenskri veiðafæragerð að danskri skrautkaðlagerð fyrir stássstofur borgaralegra heimila á 19. Og 20. Öld.
Við hringjum líka í vin, nánar tiltekið í skáldkonuna Elísabetu Jökulsdóttur sem búsett er í Hveragerði og fáum hjá henni góð ráð við ritstíflu. Hún kallar það raunar ekki stíflu heldur stopp, og fékk sjálf eitt sinn góð ráð um efnið frá bankamanni.
Katrín Guðmundsdóttir heldur með okkur á slóðir brottflutninganna miklu, þegar um sex milljónir svartra Bandaríkjamanna hröktust frá suðurríkjunum til annarra hluta landsins á síðustu öld. Frá þeim er sagt í hrollvekjuþáttunum Them.
Og Davíð Roach Gunnarsson tekur snúning með frönsku listapönk sveitinni La Femme sem gaf á dögunum út sína þriðju breiðskífu, Paradigmes.