Hönnunarmars hefst í dag og Lestin heldur áfram að ræða við hönnuði sem taka þátt í hátíðinni í ár. Í þætti dagsins kynnumst við hönnunarmerkinu Fólk Reykjavík og heimsækjum sýninguna Norður Norður þar sem hönnuðir merkisins velta upp spurningunni hvað skilgreinir íslenska hönnun á nytjahlutum.
Kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í Da Five Bloods, nýja mynd bandaríska leikstjórans Spike Lee og heimildarmynd Freyju Kristinsdóttur um hundinn Rjóma og baráttu eiganda hans fyrir því að fá að flytja hundinn með sér inn til landsins.
Þann 20. júní lagði Vilhjálmur Bjarnason fram tvær þingsályktunartillögur. Aðra um minnisvarða en hina um minningarskjöld. Í gær fjölluðum við um Hans Jónatan, manninn sem minnisvarðinn varðar, en í dag tekur Vilhjálmur sér far með Lestinni og segir okkur frá hinni tillögunni, um manninn sem gaf Bessastaði, og ræðir um leið þýðingu og ástæður þess að minnast opinberlega.