Í þessari viku ætlum við að fjalla um innflytjendastefnu Íslands, fyrir og í seinna stríði, þegar fjölda gyðinga var neitað um landvistarleyfi eða vísað frá landi. Við kynnumst fólkinu sem ekki fékk að koma, fólkinu sem fékk að vera, fólkinu sem reyndi að hjálpa og fólkinu sem sagði nei, meðfram því sem við veltum fyrir okkur: hver bar ábyrgðina þá og hver ber ábyrgðina nú?
Við minnumst eins áhrifaríkasta bassaleikara poppsögunnar sem lést á dögunum: Robbie Shakespeare úr sveitinni Sly and Robbie.
En við byrjum á annars konar hljóði. Í nýjasta hefti Hugar, tímarits um heimspeki birtist athyglisverð grein eftir Njörð Sigurjónsson prófessor í menningarstjórnun við háskólanna á bifröst og áhugamann um hljóðheimspeki. Í greininni sem nefnist framtíðartónlist er spurt hvort hægt sé að nota tónlist til þess að skynja hvernig framtíðin hljómar. Við í nútímanum erum meira en lítið upptekin að þessu fyrirbæri framtíðinni,, spáum fyrir um hana, undirbúum okkur fyrir hana, semjum sögur um hana.