Daði Einarsson, brellumeistari, hlaut í gær Bafta verðlaunin, verðlaun bresku sjónvarps og kvikmyndaakademíunnar fyrir myndibrellur í hinum vinsælu Netflix fantasíuþáttum The Witcher. Við hringjum í Daða sem er staddur í London þar sem hann bíður nú eftir flugvél á leið í næsta stóra sjónvarpsverkefni.
Við ræðum við Ísadóru Bjarkardóttur sem þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í víkingaaldar-kvikmyndinni The Northman. Þórður Ingi Jónsson kíkti á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles og ræddi í kjölfarið við Ísadóru sem leikur írska þrælinn Melkorku.
Er hægt að kenna rómantík? Anna Margrét Ólafsdóttir er meistaranemi i sviðslistum í Listaháskóla Íslands og hefur gert rómantíkina að viðfangsefni sínu þar. Hún býður upp á námskeið í því að komast í rómantískt skap í maí.