Uppi á Höfða, fyrir utan gamalt verkstæði, kúra tveir sólstólar undir skilti sem á stendur Studio Sol. Þar mætti ætla að fyrir innan sé að finna sólbekki - sérlega gerðarlegar brúnkuvélar - en í staðinn er þar sápa. Bleik, útskorin, í neti. Það verk listamannsins Arnars Ásgeirssonar en sýning á verkum hans stendur yfir í Studio Sol, sem er ekki sólbaðsstofa heldur listagallerí. Við tökum lestina upp á Höfða í þættinum í dag.
Listhópurinn Hlökk kíkti til okkar í stúdíóið en hópurinn blæs til útgáfuhófs í Mengi á föstudaginn.
Tilefnið er platan Hulduhljóð sem skartar samruna ýmissa listgreina sem þær stöllur Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir ætla að segja okkur betur frá.
Þá lítur lestin einnig inn á við þar sem nýjir þáttastjórnendur spyrja sig - hvað er gott útvarp?
Þau Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson, lestarstjórar fyrri tíma svara þeirri spurningu.