Í dag hefst "Klikkuð Menningarhátíð" í tilefni 40 ára afmælis Geðhjálpar. Það verður mikið um dýrðir á hátíðinni, listasýningar, uppistand, tónleikar. Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur ætlar hinsvegar að fara með fólk í göngutúr. Hann ætlar að leiða áhugasama um miðbæinn og segja sögur af geiðveiku fólki í Reykjavík. Við bregðum okkur á röltið með Sigurgeir í þættinum í dag og heyrum klikkaðar sögur.
Hollensk-tyrkneska sækadelíska synþafönksveitin Altin Gun er dásamlegt móteitur við beljandi síbyljunni sem rennur af færiböndum tónlistarbransans - ekki síst fyrir fólk með smekk fyrir sandbörnum hljómum og austurlenskum grúvum sem er búið að ofspila Khruangbin og langar í eitthvað aðeins exótískara.
Við heyrum annan hlutann í fjögurra pistla röð Ásgeirs Ingólfssonar þar sem hann skoðar mannkynssögu síðustu 250 ára út frá því hvernig hún birtist í nokkrum vel völdum myndasögum frá ýmsum heimshornum. Að þessu sinni er hann staddur í Þýskalandi millistríðsáranna og nasismans, í tveimur myndrænum skáldsögum: Berlin eftir Jason Lutes og Maus eftir Art Spiegelman.
Og við kveðjum Listastofuna, sérstakt listarými í JL-húsinu í Reykjavík sem hefur verið starfrækt undanfarin fjögur ár, en lokar dyrum sínum í kvöld.