Tónskáldið og kvikmyndagerðarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést langt fyrir aldur fram árið 2018. Indí, diskó, rafrænar hljóðtilraunir og kvikmyndatónlist, allt þetta og meira tók hann þessi fjölhæfi listamður sér fyrir hendur á meira en þriggja áratugalöndum tónlistarferli. The creative space of Jóhann Jóhannsson er umfangsmikið verkefni þar sem sköpunaraðferðum og listferli Jóhanns verða gerð skil í heimildarmynd, veglegu bókverki og gagnasafni. Orri Jónsson kemur og segir frá verkefninu og ástæðum þess að farið var af stað.
Við rennum úr höfuðborginni norður á bóginn, inn á Safnasafnið á Svalbarðsströnd þar sem við fáum leiðsögn um nokkrar af sýningum ársins og ræðum við safnstjórann Níels Hafstein um íslenska alþýðulist.
Og Melkorka Gunborg Briansdóttir segir okkur sérkennilega sögu bresku tvíburanna Fridu og Gretu Chaplin sem lifðu algjörlega samhæfðu lífi, klæddu sig eins og töluðu samtímis.