Við fjöllum um samlíðan í upphafi þáttar. Alda Björk Valdimarsdóttir birti greinina Ég heyri það sem þú segir í Ritinu, tímariti hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Þar fjallar Alda um samlíðan sem valdatæki, skort á samlíðan og muninum á henni og samúð.
Við förum í bíó með Kolbeini Rastrick kvikmyndarýni þáttarins sem segir okkur frá kvikmyndinni Holy Spider, skuggalega kvikmynd um voðaverk raðmorðingja í heilögu borginni Mashhad í Íran.
Við lítum líka á björtu hliðarnar, hlæjum aðeins og veljum vellíðan. Sýningin VHS: velur vellíðan er að fara af stað í Tjarnarbíó og Lestin fylltist af grínistum. Vilhelm Neto, Stefán Ingvar Vigfússon og Hákon Örn Helgason komu í heimsókn og sögðu frá kjaraviðræðum grínista við áhorfendur og vali sínu á vellíðun fram yfir að krefjast og biðja.