Við kynnum okkur deilur þungarokkarans Nergal úr hljómsveitinni Behemoth og stjórnvalda í heimalandi hans Póllandi. Hann hefur verið ákærður fyrir guðlast fyrir mynd sem hann deildi á instagram-síðu sinni, en stöðugt fleiri guðlastsmál eru eitt dæmið um íhaldssamari stefnu stjórnvalda Laga og Réttlætisflokksins þar í landi.
Við heimsækjum Ásgrím Sverrisson kvikmyndagerðarmann og spjöllum við hann um íslenska bíóklassík 79 af stöðinni sem var sýnd í sjónvarpinu í gær á eftir heimildarþættinum Ísland Bíóland.
Og Star Trek leikarinn William Shatner er níræður. Hvort hann sé geymdur í formalíni, bótoxi eða einhverju þaðan af sterkara er óljóst en hann er í það minnsta enn í fullu fjöri: leikur í kvikmyndum og kemur fram á ráðstefnum. Það var einmitt á einni slíkri sem Sveinn Ólafur Lárusson hitti hann í eigin persónu.