Í ár eru 80 ár frá því að einn af forsprökkum rússnesku byltingarinnar Leon Trotsky var myrtur í Mexíkó af launmorðingja á vegum erkióvinar hans, einræðisherrans Jósefs Stalín. Trotsky hafði verið einn helsti keppinautur Stalíns um leiðtogahlutverkið í Sovétríkju og eftir að hann var gerður útlægur var hann hávær gagnrýnandi Stalíns. Enn í dag líta margir róttæklingar til hugmynda Trotskys og nú á dögunum kom út í íslenskri þýðingu bók hans Byltingin svikin - þýðing sem hefur reyndar legið í skúffu þýðandans í um fjörtíu ár. Við ræðum við Erling Hansson, þýðanda bókarinnar, um Trotsky og byltingarstjórnmál.
Vídeóleigan var í eina tíð stór hluti af menningarlífinu. Eftir að Netflix fór að bjóða fólki að streyma kvikmyndum árið 2007 var fótunum kippt undan leigunum. Hratt og örugglega hafa vídjóleigurnar horfið ein af annarri. Ótrúlegt en satt lifa þó örfáar vídjóleigur enn þann dag í dag. Þórður Ingi Jónsson leitar uppi síðustu móhíkana íslensku vídeóleigunnar.
Og svo ætlum við að kíkja í sund, eins og hundruð Reykvíkinga reyndu í nótt eftir langa eyðimerkurgöngu. Það gekk þó misvel og í Sundhöllinni við Barónsstíg setti óvænt uppákoma allt úr skorðum fyrsta klukkutímann.