Lestin

Sigurður Árni, Morrissey, Slowthai, Bjarmi


Listen Later

Breski söngvarinn og byssukjafturinn Morrissey gaf nýverið út nýja plötu, California Son, sem inniheldur 12 ábreiður af lögum eftir ýmsa tónlistarmenn. Platan kemur út í skugga umdeildra athafna Morrissey. Söngvarinn sýndi öfgahægri-flokknum Britain First táknrænan stuðning í sjónvarpssal. Fjallað verður um alræmda hegðun Morrisseys og möguleg endalok ferilsins í Lestinni í dag. Við komum líka við í Hverfisgalleríi þar sem Sigurður Árni Sigurðsson opnaði sýninguna Leiðréttingar á laugardag, þar notar listamaðurinn ýmsan efnivið sem hann hefur fundið - nafnlausar ljósmyndir og póstkort - og framlengir með blýanti ýmis atriði, bætir inn í eða eykur ákveðnum atriðum við það sem er á upprunalegu myndinni. Samhliða sýningunni kemur út vegleg bók sem helguð er þessari skemmtilegu seríu sem Sigurður hefur unnið að í hjáverkum í um það bil 30 ár. Rapparinn Slowthai frá Northampton á Englandi er um þessar mundir að slá í gegn með fyrstu plötu sinni, Nothing Great About Britain eða Ekkert Stórfenglegt við Bretland. Platan toppar alla helstu listana og stefnir í að hún verði plata ársins í Bretlandi en þetta er í senn persónuleg og pólitísk plata, þar sem breska ríkisstjórnin og jafnvel Drottningin sjálf fá það óþvegið. Við tölum um Slowthai í Lestinni í dag og heyrum nokkur vel valin lög af plötunni. Bjarmi er heiti á nýrri plötu með raftónlistartríóinu Stereo Hypnosis, plata sem unnin er í samvinnu við mann sem heitir Christopher Chaplin, sem er tónlistarmaður og leikari, og já yngsti sonur Charlies Chaplin, hvorki meira né minna. Þetta er raftónlist í hæsta gæðaflokki, plata sem tekin var upp á Hvammstanga á einum degi, í júlí á síðasta ári. Við heyrum í tveimur af meðlimum Sterio Hypnosis í þættinum í dag, gestir okkar verða þeir Pan Thoroddsen og Þorkell Atlason. Og vinasambönd meðleigjenda eru klassískt viðfangsefni gamanþátta enda ýmsar hlægilegar aðstæður sem geta komið upp þegar fólk býr saman. Bandarísku sjónvarpsþættirnir What We Do in the Shadows bæta þó um betur og gefa áhorfendum innsýn í sambúð og daglegt líf hinna lifandi dauðu, sem virðist engu minna flókið og hlægilegt. Áslaug Torfadóttir fjallar um þættina í Lestinni í dag.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

LestinBy RÚV

  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8

4.8

5 ratings


More shows like Lestin

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

218 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

32 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

12 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

34 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners