Við röltum í kringum tjörnina í Reykjavík með Sigríði Eir Zophaníasdóttur, sviðslistakonu, og ræðum um berskjöldun á sviði og sviðssetningu hins persónulega. En um helgina sýnir hún í Tjarnarbíói verkið Engar flatkökur í erfidrykkjunni þar sem hún og móðir hennar eiga í trúnó á sviðinu. Þær ætla ekki að tala um krabbamein og dauða en munu þó ræða skipulag jarðarfararinnar, já og veitingarnar í erfidrykkjunni.
Sölvi Halldórsson flytur okkur pistil um sjálfið í samtímanum: handbremsubeygjur, kæfugerð, Gísli Pálmi, Laddi og Shrek koma meðal annars við sögu.
En við byrjum á Óskarstilnefningum.