Í þætti dagsins verður rýnt í skemmtanahald á Íslandi undanfarna mánuði. Davíð Roach Gunnarsson segir frá því hvernig samkomubannið hefur blásið nýju lífi í reifin, ólögleg danspartý sem eru oftar en ekki haldin úti í guðsgrænni náttúru.
Fanney Benjamínsdóttir sökkvir sér ofan í sögu hins vinsæla Skólarapps sem naut gríðarlegra vinsælda þegar það kom út fyrir 25 árum. Hún hringir til að mynda til Ítalíu í höfund lagsins Umberto Napolitano
Við ræðum við tónlistarmanninn Hermigervil um tónsmíðar fyrir tölvuleiki, en hann hannar hljóðheim spurningaleiksins Trivia Royale sem er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Teatime.
Og í þessum síðasta þætti Lestarinnar fyrir sumarfrí veltum við fyrir okkur endinum, og kreditlistum sem renna upp skjáinn í lok kvikmynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja og jafnvel útvarpsþátta. Meira um það undir lok þáttar, en við byrjum á reifi.