Fyrir helgi opnaði ný sýning í Nýlistasafninu, sem ber titilinn Af hverju er Ísland svona fátækt? Í sýningunni er nýjum verkum Sæmundar Þórs Helgasonar stillt upp í samtali við valin verk úr safneign safnsins og einlægum spurning um fátækt á Íslandi velt upp.
Kanema Mashinkila er nýr pistlahöfundur í Lestinni og í dag flytur hún okkur sinn fyrsta pistil úr nýrri seríu, Sjáumst og heyrumst, þar sem hún veltir fyrir sér birtingarmyndum í sviðslistum.
Og úr leikhúsinu færum við okkur yfir í bíó og bókmenntir. Á dögunum fór Poor Things í leikstjórn Yorgos Lanthimos í sýningu í íslenskum bíóhúsum. En að baki myndinni liggur frábær bók, frá árinu 1992, eftir skoska höfundinn Alisdair Gray. Ingibjörg Ágústsdóttir, dósent í breskum bókmenntum 19. og 20. aldarinnar hitti Gray út í Glasgow á sínum tíma. Við spjöllum við hana um muninn á bókinni og bíómyndinni.