Við lítum við hjá einu sjónvarpsstöð landsins með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. N fjórir skilgreinir sig sem landsbyggðamiðil og dagskráin ber þess svo sannarlega merki en digurbarkaleg borgarbörn ættu að fara varlega í að kalla N fjóra ?lítin? fjölmiðil.
Við ræðum við tónskáldið og gítarleikarann Hafdísi Bjarnadóttur um nýtt verkefni hennar og Passepartout Dúósins.En þau vinna nú að tónlist sem á að höfða til sauðkindarinnar ekki síður en mannfólksins.
Og við tökum forskot á sæluna og rýnum í nýja plötu Skratta, plötuna Hellraiser IV sem kemur út á næstunni. Davíð Roach Gunnarsson sekkur sér í djöfullegan tónheim sveitarinnar.