Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur verið blásin af í fyrsta skipti í sögunni. Eðlilega ríkir mikil sorg meðal unnenda keppninnar og við fengum tvo dygga áhangendur til að ræða stöðuna.
Við höldum áfram að ræða áhrif Covid-19 á hnattvætt samfélag í Lestinni í dag, en á undanförnum dögum höfum við séð fordæmalausar lokanir á landamærum og takmarkað flæði fólks og vara milli heimshluta. Við ræðum við Kristínu Loftsdóttir, mannfræðing, um hnattvæðingu, kófið og krísur.
Á þessum síðustu og verstu eiga margir landsmenn erfiðara með að sækja líkamsrækt. Ríkisútvarpið sinnir þeim hópi sem endranær með morgunleikfiminni á Rás 1 en í dag býður Lestin upp á sérstaka síðdegisleikfimi: kennslu í hristum og twerk-listum með Margréti Erlu Maack.