Vinkonur hittast í íbúð í vesturbæ, sitja í hring og ræða bækur af fúlustu alvöru, en það var bókin Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russel sem kallaði á að klúbburinn yrði stofnaður. Bók sem fjallar um ástar og ofbeldissamband unglingsstúlku við fullorðinn kennara sinn.
Við Kópavogsbraut, við hliðina á leikskóla og sundlaugina, var starfrækt kvennafangelsi í rúm 25 ár. Í Lest dagsins heyrum við um nýtt tónverk sem byggir á frásögnum nokkurra þeirra sem afplánuðu í fangelsinu. Brotabrot - minningar úr kvennafangelsinu verður frumflutt í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöld, en það verða einnig fjögur önnur hljóðverk sem spretta úr hljóðheimi Kópavogs.
Í síðustu viku byrjaði Gunnar Ragnarsson að dýfa litlu tánni ofan í feril kvikmyndaleikarans Nicolas Cage, í tilefni nýrrar myndar hans, The Unbearable Weight of
Massive Talent. Nú sekkur hann dýpra og dýpra og dýpra.