Þær Salóme Katrín Magnúsdóttir og Rakel Sigurðardóttir gáfu út svokallaða splitt-skífu á dögunum, ásamt dönsku tónlistarkonunni ZAAR. Þær útskýra fyrirbærið plitt-skífa, sem á rætur sínar að rekja til pönktónlistar. Þessa dagana eru Salóme og Rakel að undirbúa útgáfutónleika plötunnar While We Wait, sem verða haldnir í Fríkirkjunni, föstudaginn 25. mars næstkomandi.
Sverrir Norland hefur flutt okkur pistla undanfarnar tvær vikur í pistlaröðinni Brot úr sögu athyglinnar. Að þessu sinni beinir Sverri athyglinni að lyftutónlist, Great British Bakeofff og hnakkanum á sér. Kristlín Dís Ingilínardóttir flytur okkur pistil um að verða fullorðin. Hún varð þrítug á árinu og veltir því fyrir sér hvenær hún og aðrir geta talist fullorðnir.
Við endurflytjum viðtal frá því í mars í fyrra, en þá hitti Kristján Guðjónsson Elías Arnar ljósmyndara og landfræðinema í Hljómskálagarðinum og ræddi við hann landfræðiljósmyndun, klisjuna sem er íslensk náttúra er og verkefnið hans Árstíðir Birkis, þar sem hann skoðar tengsl manns og náttúru í gegnum birkitréð. Þessa dagana sýnir Elías Arnar þessar sömu myndir en sýningin Árstíðir Birkisins stendur yfir í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur til 27. mars.