Veiran kom fyrst yfir landamærin snemma árs 2020, kannski með skíðafólki úr efri lögum samfélagsins, kannski eitthvað fyrr. Á síðustu mánuðum hafa augu samfélagsins hinsvegar beinst að öðrum hópum: farandverkafólki og innflytjendum, og umræðan varð á tíma svo hatrömm að þríeykinu þótti ástæða til að vara við henni. Chanel Björk Sturludóttir grípur hljóðnemann í Lestinni í dag og ræðir við mannfræðinginn Önnu Wojty?ska um útlendingaandúð í orðræðu og athöfnum íslendinga í heimsfaraldri.
Ingólfur Eiríksson flytur okkur sitt fimmta og síðasta bréf til Birnu. Að þessu sinni er það ábyrgð og alvara fullorðinsáranna sem er viðfangsefnið, atvinnuviðtöl og húsnæðislán, og lífsviskan og náungakærleikurinn í grínmyndinni Stepbrothers með Will Ferrell.
Og raftónlistartríóið Sideproject heimsækir Lestina, en nokkuð suð hefur verið í kringum sveitina í tilraunakenndari kimum reykvísku jaðartónlistarsenunnar. Þeir ræða um nýjustu plötu sína Radio Vatican EP og það hvernig best er að tala um raftónlist og hvernig þeir sjá fyrir sér hljóðin.