"Eru kvikmyndirnar í stríði við hina ríku?" spyr kvikmyndagagnrýnandi BBC í nýlegri grein. Hann nefnir til að mynda óskarsverðlaunakvikmyndirnar Parasite og Jóker, sem bjóða báðar upp á harða gagnrýni á misskiptingu í kapítalísku samfélagi. Við veltum fyrir okkur stéttastríði í kvikmyndum með Önnu Björk Einarsdóttur, nýdoktor og sérfræðingi í öreigabókmenntum.
Afmæli ástarinnar nálgast! Valentínusardagurinn verður haldin hátíðlegur þann 14. febrúar. Að gefnu tilefni ræðir Lestin við Eyrúnu Ósk Jónsdóttir, skáld, um ástarljóð og Sigríði Þorgeirsdóttir um rómantísku gamanmyndina Notebook.
Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í tvær nýjar bandarískar kvikmyndir: Uncut Gems og Birds of Prey