Eitt af yfirlýstum markmiðum Útvarp 101 er að vera stökkpallur fyrir næstu kynslóð tónlistarmanna. Eldri kynslóðir fá þó að þvælast með og í einu tilfelli löngu dauðar kynslóðir. Sú tónlist er í höndum Nönnu Kristjánsdóttur, umsjónarmanns, hlaðvarpsþáttarins Classic sem fjallar um hina ýmsu meistara klassískrar tónlistar á kumpánlegum nótum.
Við rýnum í nýjustu Stjörnustríðskvikmyndina, Star Wars: The Rise of Skywalker, en það er níunda og síðasta myndin í heildarsögunni um Geimgengla-fjölskylduna. Gunnar Theodór Eggertsson er ekki hrifinn af myndinni.
Í grein í nýjasta hefti Ritsins skrifa Guðrún Steinþórsdóttir, doktorsnemi í bókmenntum, og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir um ferðamannavörur, minjagripi og þá sjálfsmynd sem Íslendingar draga upp af sjálfum sér og landinu slíkum varningi. Við ræðum við Guðrúnu í lundabúð við Laugarveg.
Og við minnumst bandaríska rithöfundarins Elizabeth Wurtzel sem lést í gær 52 ára gömul. Wurtzel var ein mest áberandi rödd X-kynslóðarinnar svokölluðu og vakti athygli fyrir opinská sjálfsævisöguleg skrif sín um þunglyndi og eiturlyfjafíkn.