Á dögunum var forritari Google sendur í leyfi eftir að hann birti samtöl sín við spjallmenni á netinu. Hann telur spjallmennið hafa öðlast sjálfsmeðvitund en talsmenn Google þvertaka fyrir það. Við rekjum sögu forritarans Blake Lemoine og ræðum spjallmenni og sjálfsmeðvitund við lektor við Háskólann í Reykjavík, Stefán Ólafsson.
Streymisveitur hóta nú hver af annarri að hætta framleiðslu leikins sjónvarpsefnis á dönsku. Ástæðan er nýlegur samningur sem tryggir starfsfólki í dönsjum kvikmyndaiðnaði aukin réttindi. Við hringjum til kaupmannahafnar í Þóri Snæ Sigurjónsson kvikmyndaframleiðanda.
Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar var segir frá tónlistarhátíðinni Primavera sem fór fram í Barcelona á dögunum.