Fátt annað kemst að á frétta- og samfélagsmiðlum þessa dagana en veiran sem nú herjar á heimsbyggðina. Hvort sem fólk er í sóttkví eða ekki er almenningi ráðlagt að loka sig af frá umheiminum og margir finna fyrir miklum kvíða og ótta. En svo er hópur fólks, í Þýskalandi, sem hefur lifað í sjálfskipaðri einangrun og óttaleysi frá því áður en faraldurinn hófst - keppendur í raunveruleikaþættinum Big Brother sem fengu fyrst fregnir af ástandinu í fyrradag, og það í beinni útsendingu.
Það eru til margar leiðir til að finna gleði og samkennd í erfiðum aðstæðum. Ein þeirra er að syngja. Á síðustu dögum hafa myndbönd af sönglandi Ítölum á svölum flogið manna á milli og í kjölfarið hefur fólk um allan heim hafið upp raust sína. En þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem söngur hefur sameinað fólk. Jelena Ciric flettir í dag sögubókunum og segir okkur frá þjóðarkór seinni heimstyrjaldarinnar.
Við heimsækjum líka tóman KR-völlinn og spjöllum við ítalska innanhúshönnuðinn Tobia Zambotti hefur endurnýtt gömul stúkusæti í litríka stólalínu.