Strákasveitin Backstreet Boys er væntanleg til landsins í næstu viku eins og mörgum er orðið kunnugt enda verða þeir með tónleika í Nýju Laugardalshöllinni þann 28. apríl. Brian Littrell, meðlimur sveitarinnar ræddi við Lestina símleiðis um uppruna Backstreet Boys, hugtakið 'Boy Band' og fyrstu ár hans í hljómsveitinni. Við heyrum einnig í forföllnum aðdáendum ýmissa strákasveita, m.a. í Binna Glee fyrrum K-Pop ofuraðdáanda og Klöru Elias, sem rekur áhuga sinn á lagasmíð til Backstreet Boys og sænska lagasmiðsins Max Martin.