Árið 1822 hóf austurríska tónskáldið Franz Schubert að semja sína áttundu sinfóníu. Hann veiktist hins vegar af sárasótt og lagði verkið til hliðar og kláraði það aldrei. 40 árum síðar var það grafið upp og flutt óklárað. Nú rétt tæplega 200 árum hefur þessi vinsæla ókláraða sinfónía Schuberts verið fullgerð með hjálp gervigreindarforrits. Þórður Ingi Jónsson ræðir við bandaríska tónskáldið Lucas Cantor sem stendur fyrir verkefninu.
Við sökkvum okkur ofan í heim japanska kvikmyndagerðarmannsins Hayao Miyazaki, sem hefur stundum verið kallaður hinn japanski Walt Disney. Í byrjun þessa árs urðu nokkrar af bestu myndum frá framleiðslufyrirtæki Miyazakis, Studio Ghibli, aðgengilegar á Netflix. Við ræðum við Hilmar Finsen, en hann stýrir sérstakri Studio Ghibli-spurningakeppni annað kvöld. Hann segir okkur meðal annars hvað það er sem einkennir myndir frá kvikmyndaverinu.
Mörgum er handþvottur hugleikinn um þessar mundir. Það er þó merkilega skammt síðan að slíkar athafnir voru umdeildar innan læknisfræðinnar. Við skoðum uppruna handþvottar í Lestinni í dag.