Sturla Atlas er sama um rapp. Tónlistarmennirnir Ísleifur Eldur Illugason og Sigurbjartur Sturla Atlason gáfu út fjögurra laga stuttskífuna Dag eftir dag þann 14. október. Við ræðum við þá um útþvæld umfjöllunarefni rapptexta, stöðu rappsins og pródúsentatögg.
Assa Borg Þórðardóttir er í fæðingarorlofi og til að drepa tíman milli bleyjuskipta og göngutúra skoðar hún gamlar myndir. Hún veltir fyrir sér tímanum og aðgerðarleysi í loftslagsmálum.
Rokkhjómsveitin Vintage Caravan nýtur stöðugt meiri vinsælda víða um heim. Hún hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi undanfarinn mánuð og spilað á tónleikum í nýrri borg á nánast hverju einasta kvöldi. Kristján hringdi í Óskar Loga Ágústsson söngvara sveitarinnar í lok síðustu viku og forvitnaðist hvernig tónleikaferðina.