Nú liggur frammi tillaga til þingsályktunar um minnisvarða á Djúpavogi til minningar um Hans Jónatan, svartan mann sem settist að á Íslandi eftir að hafa flúið þrældóm í Danmörku. Við rifjum upp sögu Hans Jónatans með aðstoð Gísla Pálssonar mannfræðings og íhugum hvernig minnisvarði væri viðeigandi um mann hnepptan í þrældóm, nú þegar styttur af þrælahöldurum falla.
Í gær var sagt frá því í fjölmiðlum að fornleifafræðingar hafi uppgötvað það sem er líklega stærsta forna mannvirki sem fundist hefur á Bretlandi, 4500 ára gamlir pyttir sem grafnir voru í stóran hring í nágreni við Stonehenge.
Hönnunarmars hefst seinn í vikunni og í Ásmundarsal mætast hið vélræna og lífræna í glænýrri uppfinningu Halldórs Eldjárns: vél sem hegðar sér og vex eins og hengiplanta. Hún er útbúin örtölvu, strimlaprentara og ljósnema, en í stað þess að þarfnast aðhalds, vökvunar og moldar gengur hún fyrir rafmagni og er stjórnað af ljósi.
Halldór Armand Ásgeirsson flytur sinn vikulega pistil. Í pistli dagsins kemur argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges við sögu og skoðanir hans á lífinu, upplifunum og endurminningum.