Um helgina var sýndur tvöfaldur lokaþáttur spennuþáttaraðarinnar Svörtu Sandar á stöð 2. Baldvin Z leikstýrir þáttunum sem hefjast á því að lík ungrar erlendrar konu finnst á svartri íslenskri sandfjöru, Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í þættina.
Hljómsveitin Börn særir fram frumorku pönksins í tónlist sinni, svartklædd, nælur, göt og gaddar,, ofursvalar einfaldar lagasmíðar þar sem naumhyggjulegur basso, vélrænn trommutaktur og skerandi gítarar fléttast saman undan feminísku reiðiöskri söngkonunnar. Í síðustu viku kom út ný plata frá Börnum, Drottningar Dauðans, fyrsta plata sveitarinnar í sjö ár.
Við sökkvum okkur ofan í rökkurheima Martraðarsundsins, Nightmare Alley. Gunnar Ragnarsson fjallar um þessa nýjustu mynd mexíkanska leikstjórann Guillermo Del Toro,og rökkurmyndir sem hún stælir.