Salka Valsdóttir er meðlimur tónlistartvíeykisins Cyber, stofnmeðlimur RVK DTR og tónskáld í leikhúsi. Nýlega fór hún að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Neonme. Við hlustum á nýju lögin hennar og heyrum söguna á bak við tónlistina.
Patrekur Björgvinsson hefur verið með pistla í Lestinni undanfarnar vikur þar sem hann veltir fyrir sér fyrirbærum í alþýðumenningu Íslendinga. Í þætti dagsins veltir hann fyrir sér listinni að kvarta.
Við lítum suður á bóginn og heyrum hvað er að frétta í dægurmenningunni í Venesúela. Kristján Guðjónsson ræddi við Helen Cova, venesúelskan rithöfund sem búsett er hér á landi. Viðtalið var fyrst flutt í Lestinni þann 17. maí fyrr á þessu ári.