Í Lestinni í dag fjöllum við um umtöluðustu þætti dagsins dag, þætti sem eru orðnir þeir vinsælustu sem streymisveitan Netflix hefur nokkurn tímann framleitt. Suður-kóresku þættirnir Squid Game hafa farið sigurför um heiminn. Eins og á annað hundrað milljón jarðarbúa hefur Júlía Margrét Einarsdóttir verið að horfa.
Á föstudaginn verður frumsýnd nýtt sviðsverk á Loftinu í Þjóðleikhúsinu. Verkið nefnist Sýningin okkar og er sköpun leikhópsins Konserta sem hellti sér út hugmyndir um hið stafræna sjálf þar sem fagurfræði snallsímans er allsráðandi.
En við ætlum að byrja á list sem fjallar um ævintýraleg auðæfi, list sem dregur fram aðlaðandi en spillandi eðli ofur-ríkidæmis.