Rússnesk samfélagsmiðlastjarna skyldi eftir sig djúp sár í landslagið þegar hann ók jeppa utanvega skammt frá jarðböðunum í Mývatni á sunnudag. Umhverfisspjöllin eru augljós en svo virðist sem þau hafi verið með vilja gerð - allt fyrir ljósmyndamiðilinn Instagram. Instagram á einmitt lykilþátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi og víðar. Þó svo að meðal-grammarinn ætli sér ekkert illt, hefur miðillinn haft slæmar afleiðingar á viðkvæm svæði víða um heim. Fjallað er um umhverfis áhrif Instagram í Lestinni í dag.
Tómas Ævar Ólafsson heldur áfram að skoða atvinnu-umsóknarferlið. Að þessu sinni spyr hann viðmælendur sína út í atvinnuviðtalið sem er einn miklivægasti hluti starfsumsóknar.
Á föstudag lést einn af frumkvöðlum sýrurokksins í Bandaríkjunum, Roky Erickson úr hljómsveitinni The 13th Floor Elevators. Erickson er hálfgerð költhetja, goðsagnakenndur töffari sem sökk djúpt ofan í heim vímuefna og glímdi í kjölfarið við alvarlega andleg veikindi. Í Lestinni í dag köfum ofan í feril Roky Erickson með Arnari Eggerti Thoroddsen, poppfræðingi.
Í pistli sínum í dag fjallar Halldór Armand Ásgeirsson um hvernig sumir hlutir virðast eldast afturábak.
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen