Silja Hauksdóttir, leikstjóri, sest um borð í Lestina þennan fimmtudaginn. Silja hefur í hátt í tvo áratugi skrifað handrit, leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsseríum: Dís, Stelpurnar, Ríkið, Ástríður, Agnes Joy, Kópavogskrónika og nú síðast Systrabönd, sex þátta sería á Sjónvarpi Símans um þrjár miðaldra æskuvinkonur sem þurfa að takast á við gamlar syndir þegar lík unglingsstúlku finnst í námu á Snæfellsnesi nálægt bænum þar sem þær ólust upp. Við ræðum við Silju um kvenlæga leikstjórn, fjölbreytileika á skjánum og konur sem beita ofbeldi.