Í byrjun febrúar ár hvert fer fram á efstu hæð Pennsylvania Hótelsins í New York einhver yfirgengilegasta, litríkasta og hárugasta tískusýning heims, New York Pet Fashion Show. Margir þátttakendur eyða þúsundum dollara og mörgum mánuðum í undirbúning, og eru búningar gæludýranna jafnvel sérhannaðir af sérstökum gæludýrafatahönnuðum. Ljósmyndarinn Kári Björn Þorleifsson hefur fylgst með sýningunni undanfarin ár.
Þeir segja að tíminn græði öll sár og Dixie Chicks hafa beðið nógu lengi. Tríóið gaf í gær út lag af nýrri plötu, þeirri fyrstu sem sveitin sendir frá sér allt frá því að þær gerðu upp útskúfun sína úr kántrí-heiminum á Taking the Long Way árið 2006. Á þeim 14 árum sem liðin eru, án nýrrar tónlistar, hefur bandið orðið áhrifameira en nokkru sinni fyrr.
The Slow rush nefnist nýjasta plata áströlsku sýrurokksveitarinnar Tame Impala. Þessi einsmannssveit hefur verið einhver vinsælasta rokksveit heims undanfarin ár, í stöðugri framþróun. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna og veltir fyrir sér hvort sveitin stefni enn áfram - eða hvort hún sé föst í sama farinu.