Við kryfjum lagið Tears með Sabrinu Carpenter til mergjar með poppsérfræðingi Lestarinnar Friðriki Margrétar Guðmundssyni. Textinn er klúr og kaldhæðnisslegur og tónlistin er diskó-leg. En Carpenter öðlaðist sennilega heimsfrægð með laginu Espresso, sem var eitt vinsælasta lag ársins í fyrra. Í dag er það Manchild sem er spilað mikið í útvarpinu, en það er fyrsti singúllinn á glænýrri plötu hennar, Man's Best Friend.
Þóranna Björnsdóttir er ein þeirra listamanna sem koma fram á Extreme Chill, sem fer fram í 16. sinn núna um helgina. Við ræðum við hana í lok þáttar.