Tekjublað Frjálsrar verslunar og Stundarinnar komu út í lok seinustu viku, við ræðum við Aðalstein Kjartansson blaðamann Stundarinnar um það hvað fer fram þessa daga sem gögn eru opinber á skrifstofu ríkisskattstjóra og kynnum okkur inntak metsölubókar frá árinu 1992
Davíð Roach Gunnarsson hlýddi á nýsjálensku tónlistarkonunnar Aldous Harding í Hljómahöllinni í Keflavík í síðustu viku. Davíð gefur okkur tónleikaskýrslu undir lok Lestarinnar í dag.
Og við pælum í dansandi stjórnmálamönnum. Frá Boris Yeltsin til Sönnu Marín.