Við rýnum í Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hófst á fimmtudag. Gunnar Theodór Eggertsson, RIFF-rýnir, segir frá þremur myndum sem hann sá um helgina: Mömmusóló, Þríleikur um skipbrot, og Kim Novak's vertigo.
Texas Jesús er snúin aftur. Þessi keflvíska sveit starfaði frá 1993 til 1996 og hljómar ekki eins og nein önnur hljómsveit: þetta er teiknimyndatónlist úr helvíti, krúttlegur mikki refur á sveppum. Við fáum til okkar tvo meðlimi þessarar költsveitar.
Og við fylgjumst með gervigreindarbólunni springa smám saman. Lóa segir frá fúski fyrirtækisins Friend.com sem framleiðir óþolandi gervigreindarvin.