Sjónvarpsþættirnir The Bear, sýndir á Disney+ hafa slegið í gegn nýlega og vakið mikið umtal og þykja sýna raunsanna mynd af starfi kokka og rekstri veitingastaða. Þættirnir fjalla um ungan mann, verðlaunakokkinn Carmy, sem erfir samlokustað í Chicago sem hefur verið í eigu fjölskyldu hans í áratugi. Meðan hann vinnur úr bróðurmissi reynir hann að greiða úr rekstrinum, borga skuldir og koma skipulagi á starfsemi eldhússins. Við ræðum við kokk sem hefur horft á þættina, Tómas Aron Jóhannsson, sem er vanur því að starfa í allskonar eldhúsum.
Salvör Bergmann fjallar um House of the dragon, nýja þætti úr sagnaheimi Game of thrones. Hún segir að þættirnir séu ferskir en einnig kunnuglegir og ættu þannig að gleðja hvern þann sem notið hefur söguheimsins frá upphafi.
Við veltum fyrir okkur hinni miklu fornsögulegu Gyðju og hvernig hún birtist í ljóðlist með Berglindi Gunnarsdóttur.
Tónlist frá Van Morrison og Little Simz.