Kvikmyndagerðarmaðurinn Frosti Jón Runólfsson á heiðurinn að nýju tónlistarmyndbandi Jónsa (í Sigur Rós eins og hann er jafnan kallaður) við lagið Sumarið sem aldrei kom. Myndbandið er tekið upp á ferð og flugi um höfuðborgarsvæðið og sýnir ýmsar dagsdaglegar senur úr lífi landsmanna: þær sem við viljum sjá - svo sem börn á fimleika æfingu og eldri borgarar að dansa - en líka þær sem við hunsum, eins og fólkið á bekkjunum. Katrín Guðmundsdóttir flytur okkur sjónvarpspistil. Eins og svo margir hefur hún verið að horfa á fjórðu seríu The Crown á Netflix og varð starsýnt á myndmálið Við kynnum fyrir ykkur nýjan lið í Lestinni í desember. Jóladagatal Lestarinnar, eða öllu heldur Jólalagatal. Ívar Pétur Kjartansson, plötusnúður og tónlistarmaður, trommari hljómsveitarinnar FM Belfast, hefur umsjón með jólalagatalinu. Á hverjum degi í desember kynnir Ívar Pétur hlustendur fyrir einu athyglisverðu en lítið þekktu jólalagi, og útskýrir hvað það er við jólatónlist sem gerir hana svo umdeilda - heillandi eða óþolandi. Við heimsækjum forsætisráðherrahjónin Katrínu Jakobsdóttur og Gunnar Sigvaldason og ræðum við þau um nýútkomna þýðingu þeirra á bókinni Dýralíf eftir suður-afríska nóbelsverðlaunahafann J.M. Coetzee. Nóvellan Dýralíf var upprunalega flutt sem tveir fyrirlestrar við Princeton háskóla, en þar segir frá virtum skáldsagnahöfundi sem er beðinn um að flytja fyrirlestur við frægan háskóla, en í stað þess að flytja hefðbundinn fyrirlestur um bókmenntir talar hann herskátt um dýravernd og fordæmir hryllinginn sem felst í verksmiðjuvæðingu kjötáts.