Framtíð Bíó Paradísar er enn óljós. Kvikmyndahúsið er lokað en stjórnendur vonast enn til þess að ríki og borg bjargi bíóinu, en reksturinn getur ekki staðið undir hækkandi leigu. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum sínum á undanförnum mánuðum og nýlega hefur fjöldi fólks deilt persónulegum minningum sínum frá bíóinu. Við heyrum minnningar frá Bíó Paradís.
Við heyrum um andlát einnar fyrstu Youtube-stjörnunnar, manns sem vakti athygli og aðdáun fyrir barnslega undrun sína og hrifnæmi.
Kvikmyndin Seberg sem kom út á dögunum hefur vakið gríðarlega athygli en hún fjallar meðal annars um ofsóknir bandarísku alríkislögreglunnar á hendur kvikmyndaleikkonunni Jean Seberg. Hún framdi sjálfsmorð í kjölfar ofsókna FBI. Þórður Ingi Jónsson rýnir í sögu þessarar gleymdu stórleikkonu.
Og Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í sjónvarpsþættina The Expanse, sem byggja á vísindaskáldsögum eftir James SA Corey. Þættirnar gerast á 24. Öldinni en geta þó varpað áhugaverðu ljósti á okkar eigið þjóðfélag og samfélagsskipulag.