Rapparinn Ezekiel Carl ólst upp í Breiðholti og Súðavík, hann á nígerískan föður sem er einnig tónlistarmaður. Ezekiel ólst því upp í kringum mikla tónlist en einnig mikla meðvitund um þá fordóma og kynþáttahyggju sem finna má á Íslandi, en faðir hans lenti oft í áreiti, stundum af hálfu lögreglunnar. Lagið hans V12 fjallar meðal annars um atvik úr æsku Ezekiels, sem hann segir vera alvarlegasta lögregluofbeldi sem hann hefur orðið fyrir.
Synd og skömm, It?s a Sin, er ný smásería frá bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 sem gerist í samfélagi samkynhneigðra í Bretlandi í upphafi níunda áratugarins þegar alnæmisfaraldurinn lætur á fyrst á sér kræla. Salvör Bergmann rýnir í þættina.
Og við fjöllum áfram um víkingamyndina The Northman sem við sögðum frá í gær. Þó að dómar um myndina hafi verið misjafnir þá hefur henni verið hampað fyrir nákvæmnislega sagnfræði. Við spjöllum við Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda, hvernig myndinni takist að miðla hugarheimi og menningu miðalda.