Gunnar Theodór Eggertsson segir frá íslensku hryllingsmyndahátíðinni Frostbiter sem fór fram um helgina. Myndirnar voru auðvitað misgóðar, sumar léku sér að klisjunum en aðrar hættulega snjallar.
Um þessar mundir eru tuttugu ár frá því að tölvuleikurinn The Sims kom fyrst út. Við rifjum upp stafræna hliðartilveru í Sims-heiminum.
Við höldum niður í Hallgrímskirkju þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson undirbýr tónleika þar sem hann leikur frumsamið verk í tuttugu hlutum um loftslagsbreytingar, en orgelið er sérstaklega viðeigandi hljóðfæri til að takast á við málefnið.
Í hótelanddyri í New York má heyra nýja kóratónlist frá Björk Guðmundsdóttur. Tónlistin er unnin af gervigreindarforriti Microsoft og túlkar í hljóðum himininn yfir borginni. Við kynnum okkur Kórsafn Bjarkar og Microsoft.