Rakel Leifsdóttir hefur verið búsett á Grandavegi síðustu mánuði hjá ömmu sinni, Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu. Rakel er söngkona bresku indie-pop sveitarinnar Dream Wife, en sökum heimsfaraldursins er lítið um að vera í tónlistinni. Neyðin kennir naktri konu að spinna, og í stað þess að láta sér leiðast hefur Rakel tekið upp saumavélina. Undir nálina setur hún silki, innblásin af ömmu sinni, sem hefur sterkar skoðanir á tísku og klæðaburði.
Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar hefur verið að horfa á veiruhryllinginn The Stand á sjónvarpi Símans en þeir byggja á skáldsögu Stephens Kings.
En við ætlum að byrja á átökum tveggja kynslóða á tik-tok. Z-kynslóðin og aldamótakynslóðin heyja þar stríð um tísku og fagurfræði.