Fyrir 20 árum, í júní 2002 var fyrsti þátturinn í nýrri sjónvarpsþáttaröð um dópsala og löggur í Baltimore sýndur í Bandaríkjunum. Áhorfstölurnar voru ekki háar en þátturinn hefur smám saman verið samþykktur sem einn af hápunktum sjónvarpssögunnar, mögulega besti þáttur allra tíma.
The Wire er miklu meira en einfaldur lögguþáttur, hann er gagnrýnin samfélagsstúdía, heimspekileg kenning um vald, mósaíkmynd af molnandi heimsveldi, en svo eru persónurnar, samtölin og senurnar líka bara svo fáránlega nettar.
Lóa og Kristján halda dauðahaldi í vírinn í Lest dagsins: The Wire special í tilefni 20 ára afmælis þáttanna.