Þöggun hefur verið umtalsvert í umræðunni undanfarin ár. En hvað er þöggun? Þessu veltir heimspekingurinn Elmar Geir Unnsteinsson fyrir sér í nýjasta hefti Hugar, tímarits áhugafólks um heimspeki. Rætt verður við Elmar í Lestinni í dag.
Það líður ekki sá dagur að Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður Vísis, sé ekki beðinn um að senda viðmælanda viðtal til yfirlestrar fyrir birtingu. Jakob segir þessa hugmynd, um að yfirlestur sé sjálfsögð krafa, vera vitleysu og brjóta gegn trúnaðarsambandi blaðamanns og lesenda.
Halldór Armand Ásgeirsson veltir fyrir sér sígarettunni sem er horfin úr kjafti Bubba Morthens á mynd af tónlistarmanninum á vegg Borgarleikhússins.